Share this page:  
 

Multilingual Scriptures

(Compare books in 2 different language versions of your choice)

Comparison Search:

Select Language version and font:
You can only select max. of two versions.
Book:
Chapter:
Verse:
---------
From: To:

Free Search:

Select Language version and font:
Enter search text:

Multilingual Scriptures Home » Icelandic Bible » Proverbs

Icelandic Bible
Chapter # Verse # Verse Detail
11Orðskviðir Salómons Davíðssonar, Ísraels konungs,
12til þess að menn kynnist visku og aga, læri að skilja skynsamleg orð,
13til þess að menn fái viturlegan aga, réttlæti, réttvísi og ráðvendni,
14til þess að þeir veiti hinum óreyndu hyggindi, unglingum þekking og aðgætni, _
15hinn vitri hlýðir á og eykur lærdóm sinn, og hinn hyggni nemur hollar lífsreglur _
16til þess að menn skilji orðskviði og líkingamál, orð spekinganna og gátur þeirra.
17Ótti Drottins er upphaf þekkingar, visku og aga fyrirlíta afglapar einir.
18Hlýð þú, son minn, á áminning föður þíns og hafna eigi viðvörun móður þinnar,
19því að þær eru yndislegur sveigur á höfði þér og men um háls þinn.
110Son minn, þegar skálkar ginna þig, þá gegn þeim eigi.
111Þegar þeir segja: ,,Kom með oss! Leggjumst í launsátur til manndrápa, sitjum án saka um saklausan mann,
112gleypum þá lifandi eins og Hel _ með húð og hári, eins og þá sem farnir eru til dánarheima.
113Alls konar dýra muni munum vér eignast, fylla hús vor rændum fjármunum.
114Þú skalt taka jafnan hlut með oss, einn sjóð skulum vér allir hafa`` _
115son minn, þá haf ekki samleið við þá, halt fæti þínum frá stigum þeirra.
116Því að fætur þeirra eru skjótir til ills og fljótir til að úthella blóði.
117Því að til einskis þenja menn út netið í augsýn allra fleygra fugla,
118og slíkir menn sitja um sitt eigið líf, liggja í launsátri fyrir sjálfum sér.
119Þannig fer öllum þeim, sem fíknir eru í rangfenginn gróða: fíknin verður þeim að fjörlesti.
120Spekin kallar hátt á strætunum, lætur rödd sína gjalla á torgunum.
121Hún hrópar á glaummiklum gatnamótum, við borgarhliðin heldur hún tölur sínar:
122Hversu lengi ætlið þér, fávísir, að elska fávísi og hinir háðgjörnu að hafa yndi af háði og heimskingjarnir að hata þekkingu?
123Snúist til umvöndunar minnar, sjá, ég læt anda minn streyma yfir yður, kunngjöri yður orð mín.
124En af því að þér færðust undan, þá er ég kallaði, og enginn gaf því gaum, þótt ég rétti út höndina,
125heldur létuð öll mín ráð sem vind um eyrun þjóta og skeyttuð eigi umvöndun minni,
126þá mun ég hlæja í ógæfu yðar, draga dár að, þegar skelfingin dynur yfir yður,
127þegar skelfingin dynur yfir yður eins og þrumuveður og ógæfa yðar nálgast eins og fellibylur, þegar neyð og angist dynja yfir yður.
128Þá munu þeir kalla á mig, en ég mun ekki svara, þeir munu leita mín, en ekki finna mig.
129Vegna þess að þeir hötuðu þekking og aðhylltust ekki ótta Drottins,
130skeyttu ekki ráðum mínum og smáðu alla umvöndun mína,
131þá skulu þeir fá að neyta ávaxtar breytni sinnar og mettast af sínum eigin vélræðum.
132Því að fráhvarf fávísra drepur þá, og uggleysi heimskingjanna tortímir þeim.
133En sá sem á mig hlýðir, mun búa óhultur, mun vera öruggur og engri óhamingju kvíða.
21Son minn, ef þú veitir orðum mínum viðtöku og geymir boðorð mín hjá þér,
22svo að þú ljáir spekinni athygli þína, hneigir hjarta þitt að hyggindum,
23já, ef þú kallar á skynsemina og hrópar á hyggindin,
24ef þú leitar að þeim sem að silfri og grefst eftir þeim eins og fólgnum fjársjóðum,
25þá munt þú skilja, hvað ótti Drottins er, og öðlast þekking á Guði.
26Því að Drottinn veitir speki, af munni hans kemur þekking og hyggindi.
27Hann geymir hinum ráðvöndu gæfuna, er skjöldur þeirra, sem breyta grandvarlega,
28með því að hann vakir yfir stigum réttarins og varðveitir veg sinna guðhræddu.
29Þá munt þú og skilja, hvað réttlæti er og réttur og ráðvendni, _ í stuttu máli, sérhverja braut hins góða.
210Því að speki mun koma í hjarta þitt, og þekking verða sálu þinni yndisleg.
211Aðgætni mun vernda þig, og hyggindin varðveita þig,
212til þess að frelsa þig frá vegi hins illa, frá þeim mönnum, sem fara með fals,
213sem yfirgefa stigu einlægninnar og ganga á vegum myrkursins
214sem hafa gleði af því að gjöra illt, fagna yfir illsku hrekkjum,
215sem gjöra vegu sína hlykkjótta og komnir eru út á glapstigu í breytni sinni,
216til þess að frelsa þig frá léttúðarkonu, frá blíðmálugri konu sem annar á,
217sem yfirgefið hefir unnusta æsku sinnar og gleymt sáttmála Guðs síns,
218því að hús hennar hnígur í dauðann, og brautir hennar liggja niður til framliðinna,
219þeir sem inn til hennar fara, snúa engir aftur, og aldrei komast þeir á lífsins stigu, _
220til þess að þú gangir á vegi góðra manna og haldir þig á stigum réttlátra.
221Því að hinir hreinskilnu munu byggja landið, og hinir grandvöru verða eftir í því.
222En hinir óguðlegu munu upprættir verða úr landinu, og hinum svikulu verða útrýmt þaðan.
31Son minn, gleym eigi kenning minni, og hjarta þitt varðveiti boðorð mín,
32því að langa lífdaga og farsæl ár og velgengni munu þau veita þér í ríkum mæli.
33Kærleiki og trúfesti munu aldrei yfirgefa þig. Bind þau um háls þér, rita þau á spjald hjarta þíns,
34þá munt þú ávinna þér hylli og fögur hyggindi, bæði í augum Guðs og manna.
35Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.
36Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta.
37Þú skalt ekki þykjast vitur, óttast Drottin og forðast illt,
38það mun verða heilnæmt fyrir líkama þinn og hressandi fyrir bein þín.
39Tigna Drottin með eigum þínum og með frumgróða allrar uppskeru þinnar,
310þá munu hlöður þínar verða nægtafullar og vínberjalögurinn flóa út af vínlagarþróm þínum.
311Son minn, lítilsvirð eigi ögun Drottins og lát þér eigi gremjast umvöndun hans,
312því að Drottinn agar þann, sem hann elskar, og lætur þann son kenna til, sem hann hefir mætur á.
313Sæll er sá maður, sem öðlast hefir speki, sá maður, sem hyggindi hlotnast.
314Því að betra er að afla sér hennar en að afla silfurs, og arðurinn af henni ágætari en gull.
315Hún er dýrmætari en perlur, og allir dýrgripir þínir jafnast ekki á við hana.
316Langir lífdagar eru í hægri hendi hennar, auður og mannvirðingar í vinstri hendi hennar.
317Vegir hennar eru yndislegir vegir og allar götur hennar velgengni.
318Hún er lífstré þeim, sem grípa hana, og sæll er hver sá, er heldur fast í hana.
319Drottinn grundvallaði jörðina með visku, festi himininn af hyggjuviti.
320Fyrir þekking hans mynduðust hafdjúpin og drýpur döggin úr skýjunum.
321Son minn, varðveit þú visku og gætni, lát þær eigi víkja frá augum þínum,
322þá munu þær verða líf sálu þinni og prýði fyrir háls þinn.
323Þá muntu ganga óhultur veg þinn og eigi drepa við fæti.
324Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú, mun svefninn verða vær.
325Þú þarft ekki að óttast skyndilega hræðslu, né eyðilegging hinna óguðlegu, þegar hún dynur yfir.
326Því að Drottinn mun vera athvarf þitt og varðveita fót þinn, að hann verði eigi fanginn.
327Synja eigi góðs þeim, er þarfnast þess, ef það er á þínu valdi að gjöra það.
328Seg þú ekki við náunga þinn: ,,Far og kom aftur! á morgun skal ég gefa þér`` _ ef þú þó átt það til.
329Brugga eigi illt gegn náunga þínum, þegar hann býr öruggur hjá þér.
330Deil ekki við neinn að ástæðulausu, ef hann hefir ekki gjört þér neitt mein.
331Öfunda ekki ofbeldismanninn og haf engar mætur á neinum gjörðum hans.
332Því að andstyggð er sá Drottni, er afvega fer, en ráðvandir menn alúðarvinir hans.
333Bölvun Drottins er yfir húsi hins óguðlega, en bústað réttlátra blessar hann.
334Spottsama spottar hann, en lítillátum veitir hann náð.
335Vitrir menn munu heiður hljóta, en heimskingjar bera smán úr býtum.
41Heyrið, synir, áminning föður yðar og hlýðið til, svo að þér lærið hyggindi!
42Því að góðan lærdóm gef ég yður, hafnið eigi kenning minni!
43Þegar ég var sonur í föðurhúsum, viðkvæmt einkabarn heima hjá móður minni,
44þá kenndi faðir minn mér og sagði við mig: ,,Hjarta þitt haldi fast orðum mínum, varðveit þú boðorð mín, og muntu lifa!
45Afla þér visku, afla þér hygginda! Gleym eigi og vík eigi frá orðum munns míns!
46Hafna henni eigi, þá mun hún varðveita þig, elska hana, þá mun hún vernda þig.
47Upphaf viskunnar er: afla þér visku, afla þér hygginda fyrir allar eigur þínar!
48Haf hana í hávegum, þá mun hún hefja þig, hún mun koma þér til vegs, ef þú umfaðmar hana.
49Hún mun setja yndislegan sveig á höfuð þér, sæma þig prýðilegri kórónu.``
410Heyr þú, son minn, og veit viðtöku orðum mínum, þá munu æviár þín mörg verða.
411Ég vísa þér veg spekinnar, leiði þig á brautir ráðvendninnar.
412Gangir þú þær, skal leið þín ekki verða þröng, og hlaupir þú, skalt þú ekki hrasa.
413Haltu fast í agann, slepptu honum ekki, varðveittu hann, því að hann er líf þitt.
414Kom þú eigi á götu óguðlegra og gakk eigi á vegi vondra manna.
415Sneið hjá honum, farðu hann ekki, snú þú frá honum og farðu fram hjá.
416Því að þeir geta ekki sofið, nema þeir hafi gjört illt, og þeim kemur ekki dúr á auga, nema þeir hafi fellt einhvern.
417Því að þeir eta glæpabrauð og drekka ofbeldisvín.
418Gata réttlátra er eins og bjartur árdagsljómi, sem verður æ skærari fram á hádegi.
419Vegur óguðlegra er eins og niðamyrkur, þeir vita ekki, um hvað þeir hrasa.
420Son minn, gef gaum að ræðu minni, hneig eyra þitt að orðum mínum.
421Lát þau eigi víkja frá augum þínum, varðveit þau innst í hjarta þínu.
422Því að þau eru líf þeirra, er öðlast þau, og lækning fyrir allan líkama þeirra.
423Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins.
424Haltu fláræði munnsins burt frá þér og lát fals varanna vera fjarri þér.
425Augu þín líti beint fram og augnalok þín horfi beint fram undan þér.
426Gjör braut fóta þinna slétta, og allir vegir þínir séu staðfastir.
427Vík hvorki til hægri né vinstri, haltu fæti þínum burt frá illu.
51Son minn, gef gaum að speki minni, hneig eyra þitt að hyggindum mínum,
52til þess að þú megir varðveita mannvit og varir þínar geymi þekkingu.
53Því að hunangsseimur drýpur af vörum lauslátrar konu, og gómur hennar er hálli en olía.
54En að síðustu er hún beiskari en malurt, beitt eins og tvíeggjað sverð.
55Fætur hennar ganga niður til dauðans, spor hennar liggja til Heljar.
56Til þess að hún hitti ekki leið lífsins, eru brautir hennar á reiki, og hún veit ekki hvert hún fer.
57Heyrið mig því, synir, og víkið eigi frá orðum munns míns.
58Legg leið þína langt frá henni og kom þú ekki nálægt húsdyrum hennar,
59svo að þú gefir ekki öðrum æskublóma þinn og ár þín grimmum manni,
510svo að útlendir menn mettist ekki af eigum þínum og aflafé þitt lendi ekki í annarlegu húsi,
511og þú andvarpir að lokum, þá er líkami þinn og hold veslast upp,
512og segir: ,,Hversu hefi ég hatað aga og hjarta mitt fyrirlitið umvöndun!
513að ég skyldi ekki hlýða raustu kennara minna og hneigja eyra mitt til þeirra, er fræddu mig!
514Við sjálft lá, að ég hefði ratað í mestu ógæfu á miðju dómþingi safnaðarins.``
515Drekk þú vatn úr vatnsþró þinni og rennandi vatn úr brunni þínum.
516Eiga lindir þínar að flóa út á götuna, lækir þínir út á torgin?
517Þér einum skulu þær tilheyra og engum óviðkomandi með þér.
518Uppspretta þín sé blessuð, og gleð þig yfir festarmey æsku þinnar,
519elsku-hindinni, yndis-gemsunni. Brjóst hennar gjöri þig ætíð drukkinn, og ást hennar fjötri þig ævinlega.
520En hví skyldir þú, son minn, láta léttúðarkonu töfra þig, og faðma barm lauslátrar konu?
521Því að vegir sérhvers manns blasa við Drottni, og allar brautir hans gjörir hann sléttar.
522Misgjörðir hins óguðlega fanga hann, og hann verður veiddur í snörur synda sinna.
523Hann mun deyja vegna skorts á aga og kollsteypast vegna sinnar miklu heimsku.
61Son minn, hafir þú gengið í ábyrgð fyrir náunga þinn, hafir þú gengið til handsala fyrir annan mann,
62hafir þú ánetjað þig með orðum munns þíns, látið veiðast með orðum munns þíns,
63þá gjör þetta, son minn, til að losa þig _ því að þú ert kominn á vald náunga þíns _ far þú, varpa þér niður og legg að náunga þínum.
64Lát þér eigi koma dúr á auga, né blund á brá.
65Losa þig eins og skógargeit úr höndum hans, eins og fugl úr höndum fuglarans.
66Far þú til maursins, letingi! skoða háttu hans og verð hygginn.
67Þótt hann hafi engan höfðingja, engan yfirboðara eða valdsherra,
68þá aflar hann sér samt vista á sumrin og dregur saman fæðu sína um uppskerutímann.
69Hversu lengi ætlar þú, letingi, að hvílast? hvenær ætlar þú að rísa af svefni?
610Sofa ögn enn, blunda ögn enn, leggja saman hendurnar ögn enn til að hvílast!
611Þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi og skorturinn eins og vopnaður maður.
612Varmenni, illmenni er sá, sem gengur um með fláttskap í munni,
613sem deplar augunum, gefur merki með fótunum, bendir með fingrunum,
614elur fláræði í hjarta sínu, upphugsar ávallt illt, kveikir illdeilur.
615Fyrir því mun ógæfa skyndilega yfir hann koma, snögglega mun hann sundurmolast og engin lækning fást.
616Sex hluti hatar Drottinn og sjö eru sálu hans andstyggð:
617drembileg augu, lygin tunga og hendur sem úthella saklausu blóði,
618hjarta sem bruggar glæpsamleg ráð, fætur sem fráir eru til illverka,
619ljúgvottur sem lygar mælir, og sá er kveikir illdeilur meðal bræðra.
620Varðveit þú, son minn, boðorð föður þíns og hafna eigi viðvörun móður þinnar.
621Fest þau á hjarta þitt stöðuglega, bind þau um háls þinn.
622Þegar þú ert á gangi, þá leiði þau þig, þegar þú hvílist, vaki þau yfir þér, og þegar þú vaknar, þá ræði þau við þig.
623Því að boðorð er lampi og viðvörun ljós og agandi áminningar leið til lífsins,
624með því að þær varðveita þig fyrir vondri konu, fyrir hálli tungu hinnar lauslátu.
625Girnst eigi fríðleik hennar í hjarta þínu og lát hana eigi töfra þig með augnahárum sínum.
626Því að skækja fæst fyrir einn brauðhleif, og hórkona sækist eftir dýru lífi.
627Getur nokkur borið svo eld í barmi sínum, að föt hans sviðni ekki?
628Eða getur nokkur gengið á glóðum án þess að brenna sig á fótunum?
629Svo fer þeim, sem hefir mök við konu náunga síns, enginn sá kemst klakklaust af, sem hana snertir.
630Fyrirlíta menn eigi þjófinn, þó að hann steli til þess að seðja hungur sitt?
631Og náist hann, verður hann að borga sjöfalt, verður að láta allar eigur húss síns.
632En sá sem drýgir hór með giftri konu, er vitstola, sá einn gjörir slíkt, er tortíma vill sjálfum sér.
633Högg og smán mun hann hljóta, og skömm hans mun aldrei afmáð verða.
634Því að afbrýði er karlmanns-reiði, og hann hlífir ekki á hefndarinnar degi.
635Hann lítur ekki við neinum bótum og friðast eigi, þótt þú ryðjir í hann gjöfum.
71Son minn, varðveit þú orð mín og geym þú hjá þér boðorð mín.
72Varðveit þú boðorð mín, og þá munt þú lifa, og áminning mína eins og sjáaldur auga þíns.
73Bind þau á fingur þína, skrifa þau á spjald hjarta þíns.
74Seg við spekina: ,,Þú ert systir mín!`` og kallaðu skynsemina vinkonu,
75svo að þær varðveiti þig fyrir léttúðarkonu, fyrir blíðmálugri konu sem annar á.
76Út um gluggann á húsi mínu, út um grindurnar skimaði ég
77og sá þar meðal sveinanna ungan og vitstola mann.
78Hann gekk á strætinu nálægt horni einu og fetaði leiðina að húsi hennar,
79í rökkrinu, að kveldi dags, um miðja nótt og í niðdimmu.
710Gekk þá kona í móti honum, búin sem portkona og undirförul í hjarta _
711hávær er hún og óhemjuleg, fætur hennar tolla aldrei heima,
712hún er ýmist á götunum eða á torgunum, og situr um menn hjá hverju horni _,
713hún þrífur í hann og kyssir hann og segir við hann, ósvífin í bragði:
714,,Ég átti að greiða heillafórn, í dag hefi ég goldið heit mitt.
715Fyrir því fór ég út til móts við þig, til þess að leita þín, og hefi nú fundið þig.
716Ég hefi búið rúm mitt ábreiðum, marglitum ábreiðum úr egypsku líni.
717Myrru, alóe og kanel hefi ég stökkt á hvílu mína.
718Kom þú, við skulum drekka okkur ástdrukkin fram á morgun, gamna okkur með blíðuhótum.
719Því að maðurinn minn er ekki heima, hann er farinn í langferð.
720Peningapyngjuna tók hann með sér, hann kemur ekki heim fyrr en í tunglfylling.``
721Hún tældi hann með sínum áköfu fortölum, ginnti hann með kjassmælum sínum.
722Hann fer rakleiðis á eftir henni, eins og naut gengur fram á blóðvöllinn, og eins og hjörtur, sem anar í netið,
723uns örin fer í gegnum lifur hans, eins og fuglinn hraðar sér í snöruna, og veit ekki, að líf hans er í veði.
724Og nú, þér yngismenn, hlýðið á mig og gefið gaum að orðum munns míns.
725Lát eigi hjarta þitt teygjast á vegu hennar, villst eigi inn á stigu hennar.
726Því að margir eru þeir, sem hún hefir sært til ólífis, og mesti grúi allir þeir, sem hún hefir myrt.
727Hús hennar er helvegur, er liggur niður til heimkynna dauðans.
81Heyr, spekin kallar og hyggnin lætur raust sína gjalla.
82Uppi á hæðunum við veginn, þar sem göturnar kvíslast _ stendur hún.
83Við hliðin, þar sem gengið er út úr borginni, þar sem gengið er inn um dyrnar, kallar hún hátt:
84Til yðar, menn, tala ég, og raust mín hljómar til mannanna barna.
85Þér óreyndu, lærið hyggindi, og þér heimskingjar, lærið skynsemi.
86Hlýðið á, því að ég tala það sem göfuglegt er, og varir mínar tjá það sem rétt er.
87Því að sannleika mælir gómur minn og guðleysi er viðbjóður vörum mínum.
88Einlæg eru öll orð munns míns, í þeim er ekkert fals né fláræði.
89Öll eru þau einföld þeim sem skilning hefir, og blátt áfram fyrir þann sem hlotið hefir þekkingu.
810Takið á móti ögun minni fremur en á móti silfri og fræðslu fremur en úrvals gulli.
811Því að viska er betri en perlur, og engir dýrgripir jafnast á við hana.
812Ég, spekin, er handgengin hyggindunum og ræð yfir ráðdeildarsamri þekking.
813Að óttast Drottin er að hata hið illa, drambsemi og ofdramb og illa breytni og fláráðan munn _ það hata ég.
814Mín er ráðspekin og framkvæmdarsemin, ég er hyggnin, minn er krafturinn.
815Fyrir mína hjálp ríkja konungarnir og úrskurða höfðingjarnir réttvíslega.
816Fyrir mína hjálp stjórna stjórnendurnir og tignarmennin _ allir valdsmenn á jörðu.
817Ég elska þá sem mig elska, og þeir sem leita mín, finna mig.
818Auður og heiður eru hjá mér, ævagamlir fjármunir og réttlæti.
819Ávöxtur minn er betri en gull og gimsteinar og eftirtekjan eftir mig betri en úrvals silfur.
820Ég geng á götu réttlætisins, á stigum réttarins miðjum,
821til þess að gefa þeim sanna auðlegð, er elska mig, og fylla forðabúr þeirra.
822Drottinn skóp mig í upphafi vega sinna, á undan öðrum verkum sínum, fyrir alda öðli.
823Frá eilífð var ég sett til valda, frá upphafi, áður en jörðin var til.
824Ég fæddist áður en hafdjúpin urðu til, þá er engar vatnsmiklar lindir voru til.
825Áður en fjöllunum var hleypt niður, á undan hæðunum fæddist ég,
826áður en hann skapaði völl og vengi og fyrstu moldarkekki jarðríkis.
827Þegar hann gjörði himininn, þá var ég þar, þegar hann setti hvelfinguna yfir hafdjúpið,
828þegar hann festi skýin uppi, þegar uppsprettur hafdjúpsins komust í skorður,
829þegar hann setti hafinu takmörk, til þess að vötnin færu eigi lengra en hann bauð, þegar hann festi undirstöður jarðar.
830Þá stóð ég honum við hlið sem verkstýra, og ég var yndi hans dag hvern, leikandi mér fyrir augliti hans alla tíma,
831leikandi mér á jarðarkringlu hans, og hafði yndi mitt af mannanna börnum.
832Og nú, þér yngismenn, hlýðið mér, því að sælir eru þeir, sem varðveita vegu mína.
833Hlýðið á aga, svo að þér verðið vitrir, og látið hann eigi sem vind um eyrun þjóta.
834Sæll er sá maður, sem hlýðir mér, sem vakir daglega við dyr mínar og geymir dyrastafa minna.
835Því að sá sem mig finnur, finnur lífið og hlýtur blessun af Drottni.
836En sá sem missir mín, skaðar sjálfan sig. Allir þeir, sem hata mig, elska dauðann.
91Spekin hefir reist sér hús, höggvið til sjö stólpa sína.
92Hún hefir slátrað sláturfé sínu, byrlað vín sitt, já, hún hefir þegar búið borð sitt.
93Hún hefir sent út þernur sínar, hún kallar á háum stöðum í borginni:
94,,Hver, sem óreyndur er, komi hingað!`` Við þann, sem óvitur er, segir hún:
95,,Komið, etið mat minn og drekkið vínið, sem ég hefi byrlað.
96Látið af heimskunni, þá munuð þér lifa, og fetið veg hyggindanna.``
97Sá sem áminnir spottara, bakar sér smán, og þeim sem ávítar óguðlegan, verður það til vansa.
98Ávíta eigi spottarann, svo að hann hati þig eigi, ávíta hinn vitra, og hann mun elska þig.
99Gef hinum vitra, þá verður hann að vitrari, fræð hinn réttláta, og hann mun auka lærdóm sinn.
910Ótti Drottins er upphaf viskunnar og að þekkja Hinn heilaga eru hyggindi.
911Því að fyrir mitt fulltingi munu dagar þínir verða margir og ár lífs þíns aukast.
912Sért þú vitur, þá ert þú vitur þér til góðs, en sért þú spottari, þá mun það bitna á þér einum.
913Frú Heimska er óhemja, einföld og veit ekkert.
914Hún situr úti fyrir húsdyrum sínum, á stól uppi á háu stöðunum í borginni
915til þess að kalla á þá, sem um veginn fara, þá er ganga beint áfram leið sína:
916,,Hver sem óreyndur er, komi hingað!`` og við þann sem óvitur er, segir hún:
917,,Stolið vatn er sætt, og lostætt er launetið brauð.``
918Og hann veit ekki, að þar eru hinir framliðnu, að þeir sem hún hefir boðið heim, eru í djúpum Heljar.
101Orðskviðir Salómons. Vitur sonur gleður föður sinn, en heimskur sonur er móður sinni til mæðu.
102Rangfenginn auður stoðar ekki, en réttlæti frelsar frá dauða.
103Drottinn lætur ekki réttlátan mann þola hungur, en græðgi guðlausra hrindir hann frá sér.
104Snauður verður sá, er með hangandi hendi vinnur, en auðs aflar iðin hönd.
105Hygginn er sá, er á sumri safnar, en skammarlega fer þeim, er um kornsláttinn sefur.
106Blessun kemur yfir höfuð hins réttláta, en munnur óguðlegra hylmir yfir ofbeldi.
107Minning hins réttláta verður blessuð, en nafn óguðlegra fúnar.
108Sá sem er vitur í hjarta, þýðist boðorðin, en sá sem er afglapi í munninum, steypir sér í glötun.
109Sá sem gengur ráðvandlega, gengur óhultur, en sá sem gjörir vegu sína hlykkjótta, verður uppvís.
1010Sá sem deplar með auganu, veldur skapraun, en sá sem finnur að með djörfung, semur frið.
1011Munnur hins réttláta er lífslind, en munnur óguðlegra hylmir yfir ofbeldi.
1012Hatur vekur illdeilur, en kærleikurinn breiðir yfir alla bresti.
1013Viska er á vörum hyggins manns, en á baki hins óvitra hvín vöndurinn.
1014Vitrir menn geyma þekking sína, en munnur afglapans er yfirvofandi hrun.
1015Auður ríks manns er honum öflugt vígi, en fátækt hinna snauðu verður þeim að falli.
1016Afli hins réttláta verður til lífs, gróði hins óguðlega til syndar.
1017Sá fer lífsins leið, er varðveitir aga, en sá villist, er hafnar umvöndun.
1018Sá er leynir hatri, er lygari, en sá sem ber út óhróður, er heimskingi.
1019Málæðinu fylgja yfirsjónir, en sá breytir hyggilega, sem hefir taum á tungu sinni.
1020Tunga hins réttláta er úrvals silfur, vit hins óguðlega er lítils virði.
1021Varir hins réttláta fæða marga, en afglaparnir deyja úr vitleysu.
1022Blessun Drottins, hún auðgar, og erfiði mannsins bætir engu við hana.
1023Heimskingjanum er ánægja að fremja svívirðing, en viskan er hyggnum manni gleði.
1024Það sem hinn óguðlegi óttast, kemur yfir hann, en réttlátum gefst það, er þeir girnast.
1025Þegar vindbylurinn skellur á, er úti um hinn óguðlega, en hinn réttláti stendur á eilífum grundvelli.
1026Það sem edik er tönnunum og reykur augunum, það er letinginn þeim, er hann senda.
1027Ótti Drottins lengir lífdagana, en æviár óguðlegra verða stytt.
1028Eftirvænting réttlátra endar í gleði, en von óguðlegra verður að engu.
1029Vegur Drottins er athvarf sakleysisins, en hrun þeim, er aðhafast illt.
1030Hinn réttláti bifast ekki að eilífu, en hinir óguðlegu munu ekki byggja landið.
1031Munnur hins réttláta framleiðir visku, en fláráð tunga verður upprætt.
1032Varir hins réttláta vita, hvað geðfellt er, en munnur óguðlegra er eintóm flærð.
111Svikavog er Drottni andstyggð, en full vog yndi hans.
112Komi hroki, kemur smán, en hjá lítillátum er viska.
113Ráðvendni hreinskilinna leiðir þá, en undirferli svikulla tortímir þeim.
114Auðæfi stoða ekki á degi reiðinnar, en réttlæti frelsar frá dauða.
115Réttlæti hins ráðvanda gjörir veg hans sléttan, en hinn óguðlegi fellur um guðleysi sitt.
116Réttlæti hinna hreinskilnu frelsar þá, en hinir svikulu ánetjast í eigin græðgi.
117Þegar óguðlegur maður deyr, verður von hans að engu, og eftirvænting glæpamannanna er að engu orðin.
118Hinn réttláti frelsast úr nauðum, og hinn óguðlegi kemur í hans stað.
119Með munninum steypir hinn guðlausi náunga sínum í glötun, en hinir réttlátu frelsast fyrir þekkingu.
1110Borgin fagnar yfir gæfu réttlátra, og þegar óguðlegir farast, gjalla gleðiópin.
1111Borgin hefst fyrir blessun hreinskilinna, en fyrir munn óguðlegra steypist hún.
1112Óvitur maður sýnir náunga sínum fyrirlitningu, en hygginn maður þegir.
1113Sá er gengur um sem rógberi, lýstur upp leyndarmálum, en sá sem er staðfastur í lund, leynir sökinni.
1114Þar sem engin stjórn er, þar fellur þjóðin, en þar sem margir ráðgjafar eru, fer allt vel.
1115Hrapallega fer fyrir þeim, er gengur í ábyrgð fyrir annan mann, en sá sem hatar handsöl, er óhultur.
1116Yndisleg kona hlýtur sæmd, og hinir sterku hljóta auðæfi.
1117Kærleiksríkur maður gjörir sálu sinni gott, en hinn grimmi kvelur sitt eigið hold.
1118Hinn óguðlegi aflar sér svikuls ávinnings, en sá er réttlæti sáir, sannra launa.
1119Iðki einhver réttlæti, þá leiðir það til lífs, en ef hann eltir hið illa, leiðir það hann til dauða.
1120Andstyggð fyrir Drottni eru þeir, sem hafa rangsnúið hjarta, en yndi hans þeir, er breyta ráðvandlega.
1121Hér er höndin upp á það: Hinn vondi sleppur ekki óhegndur! en niðjar réttlátra komast undan.
1122Eins og gullhringur í svínstrýni, svo er fríð kona, sem enga siðprýði kann.
1123Óskir hinna réttlátu leiða aðeins til góðs, en vonir óguðlegra leiða yfir sig reiðidóm.
1124Sumir miðla öðrum mildilega, og eignast æ meira, aðrir halda í meira en rétt er, og verða þó fátækari.
1125Velgjörðasöm sál mettast ríkulega, og sá sem gefur öðrum að drekka, mun og sjálfur drykk hljóta.
1126Fólkið formælir þeim, sem heldur í kornið, en blessun kemur yfir höfuð þess, er selur það.
1127Sá sem leitar góðs, stundar það, sem velþóknanlegt er, en sá sem sækist eftir illu, verður fyrir því.
1128Sá sem treystir á auð sinn, hann fellur, en hinir réttlátu munu grænka eins og laufið.
1129Sá sem kemur ólagi á heimilishag sinn, erfir vind, og afglapinn verður þjónn hins vitra.
1130Ávöxtur hins réttláta er lífstré, og hinn vitri hyllir að sér hjörtun.
1131Sjá, hinn réttláti fær endurgjald hér á jörðu, hvað þá hinn óguðlegi og syndarinn?
121Sá sem elskar aga, elskar þekking, en sá sem hatar umvöndun, er heimskur.
122Hinn góði hlýtur velþóknun af Drottni, en hrekkvísan mann fyrirdæmir hann.
123Enginn maður nær fótfestu með óguðleika, en rót hinna réttlátu mun eigi bifast.
124Væn kona er kóróna manns síns, en vond kona er sem rotnun í beinum hans.
125Hugsanir réttlátra stefna að rétti, en ráðagjörðir óguðlegra að svikum.
126Orð óguðlegra brugga banaráð, en munnur hreinskilinna frelsar þá.
127Óguðlegir kollsteypast og eru eigi framar til, en hús réttlátra stendur.
128Manninum verður hrósað eftir vitsmunum hans, en sá sem er rangsnúinn í hjarta, verður fyrirlitinn.
129Betra er að láta lítið yfir sér og hafa þjón en að berast mikið á og hafa ekki ofan í sig.
1210Hinn réttláti er nærgætinn um þörf skepna sinna, en hjarta óguðlegra er hart.
1211Sá sem yrkir land sitt, mettast af brauði, en sá sem sækist eftir hégómlegum hlutum, er óvitur.
1212Hinn óguðlegi ágirnist feng hinna vondu, en rót réttlátra er varanleg.
1213Yfirsjón varanna er ill snara, en hinn réttláti bjargast úr nauðum.
1214Af ávexti munnsins mettast maðurinn gæðum, og það sem hendur hans hafa öðrum gjört, kemur aftur yfir hann.
1215Afglapanum finnst sinn vegur réttur, en vitur maður hlýðir á ráð.
1216Gremja afglapans kemur þegar í ljós, en kænn maður dylur smán sína.
1217Sá sem segir sannleikann hispurslaust, mælir fram það sem rétt er, en falsvotturinn svik.
1218Þvaður sumra manna er sem spjótsstungur, en tunga hinna vitru græðir.
1219Sannmálar varir munu ávallt standast, en lygin tunga aðeins stutta stund.
1220Yfir svikum búa þeir, er illt brugga, en gleði valda þeir, er ráða til friðar.
1221Réttlátum manni ber aldrei böl að hendi, en óhamingja hleðst á óguðlega.
1222Lygavarir eru Drottni andstyggð, en þeir sem sannleik iðka, eru yndi hans.
1223Kænn maður fer dult með þekking sína, en hjarta heimskingjanna fer hátt með flónsku sína.
1224Hönd hinna iðnu mun drottna, en hangandi höndin verður vinnuskyld.
1225Hugsýki beygir manninn, en vingjarnlegt orð gleður hann.
1226Hinum réttláta vegnar betur en öðrum, en vegur óguðlegra leiðir þá í villu.
1227Letinginn nær ekki villibráðinni, en iðnin er manninum dýrmætur auður.
1228Á vegi réttlætisins er líf, en glæpaleiðin liggur út í dauðann.
131Vitur sonur hlýðir umvöndun föður síns, en spottarinn sinnir engum átölum.
132Maðurinn nýtur góðs af ávexti munnsins, en svikarana þyrstir í ofbeldi.
133Sá sem gætir munns síns, varðveitir líf sitt, en glötun er búin þeim, er ginið glennir.
134Sál letingjans girnist og fær ekki, en sál hinna iðnu mettast ríkulega.
135Réttlátur maður hatar fals, en hinn óguðlegi fremur skömm og svívirðu.
136Réttlætið verndar grandvara breytni, en guðleysið steypir syndaranum.
137Einn þykist ríkur, en á þó ekkert, annar læst vera fátækur, en á þó mikinn auð.
138Auðæfi mannsins eru lausnargjald fyrir líf hans, en hinn fátæki hlýðir ekki á neinar ávítur.
139Ljós réttlátra logar skært, en á lampa óguðlegra slokknar.
1310Með hroka vekja menn aðeins þrætur, en hjá ráðþægnum mönnum er viska.
1311Skjótfenginn auður minnkar, en sá sem safnar smátt og smátt, verður ríkur.
1312Langdregin eftirvænting gjörir hjartað sjúkt, en uppfyllt ósk er lífstré.
1313Sá sem fyrirlítur áminningarorð, býr sér glötun, en sá sem óttast boðorðið, hlýtur umbun.
1314Kenning hins vitra er lífslind til þess að forðast snöru dauðans.
1315Góðir vitsmunir veita hylli, en vegur svikaranna leiðir í glötun.
1316Kænn maður gjörir allt með skynsemd, en heimskinginn breiðir út vitleysu.
1317Óguðlegur sendiboði steypir í ógæfu, en trúr sendimaður er meinabót.
1318Fátækt og smán hlýtur sá, er lætur áminning sem vind um eyrun þjóta, en sá sem tekur umvöndun, verður heiðraður.
1319Uppfyllt ósk er sálunni sæt, en að forðast illt er heimskingjunum andstyggð.
1320Haf umgengni við vitra menn, þá verður þú vitur, en illa fer þeim, sem leggur lag sitt við heimskingja.
1321Óhamingjan eltir syndarana, en gæfan nær hinum réttlátu.
1322Góður maður lætur eftir sig arf handa barnabörnunum, en eigur syndarans eru geymdar hinum réttláta.
1323Nýbrotið land fátæklinganna gefur mikla fæðu, en mörgum er burtu kippt fyrir ranglæti sitt.
1324Sá sem sparar vöndinn, hatar son sinn, en sá sem elskar hann, agar hann snemma.
1325Hinn réttláti etur nægju sína, en kviður óguðlegra líður skort.
141Viska kvennanna reisir húsið, en fíflskan rífur það niður með höndum sínum.
142Sá sem framgengur í hreinskilni sinni, óttast Drottin, en sá sem fer krókaleiðir, fyrirlítur hann.
143Í munni afglapans er vöndur á hroka hans, en varir hinna vitru varðveita þá.
144Þar sem engin naut eru, þar er jatan tóm, en fyrir kraft uxans fæst mikill ágóði.
145Sannorður vottur lýgur ekki, en falsvottur fer með lygar.
146Spottarinn leitar visku, en finnur ekki, en hyggnum manni er þekkingin auðfengin.
147Gakk þú burt frá heimskum manni, og þú hefir ekki kynnst þekkingar-vörum.
148Viska hins kæna er í því fólgin, að hann skilur veg sinn, en fíflska heimskingjanna er svik.
149Afglaparnir gjöra gys að sektarfórnum, en meðal hreinskilinna er velþóknun.
1410Hjartað eitt þekkir kvöl sína, og jafnvel í gleði þess getur enginn annar blandað sér.
1411Hús óguðlegra mun eyðileggjast, en tjald hreinskilinna mun blómgast.
1412Margur vegurinn virðist greiðfær, en endar þó á helslóðum.
1413Jafnvel þótt hlegið sé, kennir hjartað til, og endir gleðinnar er tregi.
1414Rangsnúið hjarta mettast af vegum sínum svo og góður maður af verkum sínum.
1415Einfaldur maður trúir öllu, en kænn maður athugar fótmál sín.
1416Vitur maður óttast hið illa og forðast það, en heimskinginn er framhleypinn og ugglaus.
1417Uppstökkur maður fremur fíflsku, en hrekkvís maður verður hataður.
1418Einfeldningarnir erfa fíflsku, en vitrir menn krýnast þekkingu.
1419Hinir vondu verða að lúta hinum góðu, og hinir óguðlegu að standa við dyr réttlátra.
1420Fátæklingurinn verður hvimleiður jafnvel vini sínum, en ríkismanninn elska margir.
1421Sá sem fyrirlítur vin sinn, drýgir synd, en sæll er sá, sem miskunnar sig yfir hina voluðu.
1422Vissulega villast þeir, er ástunda illt, en ást og trúfesti ávinna þeir sér, er gott stunda.
1423Af öllu striti fæst ágóði, en munnfleiprið eitt leiðir aðeins til skorts.
1424Vitrum mönnum er auður þeirra kóróna, en fíflska heimskingjanna er og verður fíflska.
1425Sannorður vottur frelsar líf, en sá sem fer með lygar, er svikari.
1426Í ótta Drottins er öruggt traust, og synir slíks manns munu athvarf eiga.
1427Ótti Drottins er lífslind til þess að forðast snörur dauðans.
1428Fólksmergðin er prýði konungsins, en mannaskorturinn steypir höfðingjanum.
1429Sá sem er seinn til reiði, er ríkur að skynsemd, en hinn bráðlyndi sýnir mikla fíflsku.
1430Rósamt hjarta er líf líkamans, en ástríða er eitur í beinum.
1431Sá sem kúgar snauðan mann, óvirðir þann er skóp hann, en sá heiðrar hann, er miskunnar sig yfir fátækan.
1432Hinn óguðlegi fellur á illsku sinni, en hinum réttláta er ráðvendnin athvarf.
1433Í hjarta hyggins manns heldur viskan kyrru fyrir, en á meðal heimskingja gerir hún vart við sig.
1434Réttlætið hefur upp lýðinn, en syndin er þjóðanna skömm.
1435Vitur þjónn hlýtur hylli konungsins, en sá hefir reiði hans, sem skammarlega breytir.
151Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði.
152Af tungu hinna vitru drýpur þekking, en munnur heimskingjanna eys úr sér vitleysu.
153Augu Drottins eru alls staðar, vakandi yfir vondum og góðum.
154Hógværð tungunnar er lífstré, en fals hennar veldur hugarkvöl.
155Afglapinn smáir aga föður síns, en sá sem tekur umvöndun, verður hygginn.
156Í húsi hins réttláta er mikill auður, en glundroði er í gróðafé hins óguðlega.
157Varir hinna vitru dreifa út þekkingu, en hjarta heimskingjanna er rangsnúið.
158Fórn óguðlegra er Drottni andstyggð, en bæn hreinskilinna er honum þóknanleg.
159Vegur hins óguðlega er Drottni andstyggilegur, en þann sem stundar réttlæti, elskar hann.
1510Slæm hirting bíður þess, sem yfirgefur rétta leið, sá sem hatar umvöndun, hlýtur að deyja.
1511Dánarheimur og undirdjúpin eru opin fyrir Drottni, hversu miklu fremur hjörtu mannanna barna!
1512Spottaranum er ekki vel við, að vandað sé um við hann, til viturra manna fer hann ekki.
1513Glatt hjarta gjörir andlitið hýrlegt, en sé hryggð í hjarta, er hugurinn dapur.
1514Hjarta hins vitra leitar að þekking, en munnur heimskingjanna gæðir sér á fíflsku.
1515Hinn volaði sér aldrei glaðan dag, en sá sem vel liggur á, er sífellt í veislu.
1516Betra er lítið í ótta Drottins en mikill fjársjóður með áhyggjum.
1517Betri er einn skammtur kálmetis með kærleika en alinn uxi með hatri.
1518Bráðlyndur maður vekur deilur, en sá sem seinn er til reiði, stillir þrætu.
1519Vegur letingjans er eins og þyrnigerði, en gata hreinskilinna er brautarvegur.
1520Vitur sonur gleður föður sinn, en heimskur maður fyrirlítur móður sína.
1521Óvitrum manni er fíflskan gleði, en skynsamur maður gengur beint áfram.
1522Áformin verða að engu, þar sem engin er ráðagerðin, en ef margir leggja á ráðin, fá þau framgang.
1523Gleði hlýtur maðurinn af svari munns síns, og hversu fagurt er orð í tíma talað!
1524Lífsins vegur liggur upp á við fyrir hinn hyggna, til þess að hann lendi ekki niður í Helju.
1525Drottinn rífur niður hús dramblátra, en setur föst landamerki ekkjunnar.
1526Ill áform eru Drottni andstyggð, en hrein eru vingjarnleg orð.
1527Sá kemur ólagi á heimilishag sinn, sem fíkinn er í rangfenginn gróða, en sá sem hatar mútugjafir, mun lifa.
1528Hjarta hins réttláta íhugar, hverju svara skuli, en munnur óguðlegra eys úr sér illsku.
1529Drottinn er fjarlægur óguðlegum, en bæn réttlátra heyrir hann.
1530Vingjarnlegt augnaráð gleður hjartað, góðar fréttir feita beinin.
1531Eyra sem hlýðir á holla umvöndun, mun búa meðal hinna vitru.
1532Sá sem aga hafnar, fyrirlítur sjálfan sig, en sá sem hlýðir á umvöndun, aflar sér hygginda.
1533Ótti Drottins er ögun til visku, og auðmýkt er undanfari virðingar.
161Fyrirætlanir hjartans eru á mannsins valdi, en svar tungunnar kemur frá Drottni.
162Manninum þykja allir sínir vegir hreinir, en Drottinn prófar hugarþelið.
163Fel þú Drottni verk þín, þá mun áformum þínum framgengt verða.
164Allt hefir Drottinn skapað til síns ákveðna marks, svo og guðleysingjann til óheilladagsins.
165Sérhver hrokafullur maður er Drottni andstyggð, hér er höndin upp á það: hann sleppur ekki óhegndur!
166Með elsku og trúfesti er friðþægt fyrir misgjörð, og fyrir ótta Drottins forðast menn hið illa.
167Þegar Drottinn hefir þóknun á breytni einhvers manns, þá sættir hann og óvini hans við hann.
168Betra er lítið með réttu en miklar tekjur með röngu.
169Hjarta mannsins upphugsar veg hans, en Drottinn stýrir gangi hans.
1610Goðsvar er á vörum konungsins, í dómi mun munni hans ekki skeika.
1611Rétt vog og reisla koma frá Drottni, lóðin á vogarskálunum eru hans verk.
1612Að fremja ranglæti er konungum andstyggð, því að hásætið staðfestist fyrir réttlæti.
1613Réttlátar varir eru yndi konunga, og þeir elska þann, er talar hreinskilni.
1614Konungsreiði er sem sendiboði dauðans, en vitur maður sefar hana.
1615Í mildilegu augnaráði konungs er líf, og hylli hans er sem vorregns-ský.
1616Hversu miklu betra er að afla sér visku en gulls og ákjósanlegra að afla sér hygginda en silfurs.
1617Braut hreinskilinna er að forðast illt, að varðveita sálu sína er að gæta breytni sinnar.
1618Drambsemi er undanfari tortímingar, og oflæti veit á fall.
1619Betra er að vera lítillátur með auðmjúkum en að skipta herfangi með dramblátum.
1620Sá sem gefur gætur að orðinu, hreppir hamingju, og sæll er sá, sem treystir Drottni.
1621Sá sem er vitur í hjarta, verður hygginn kallaður, og sætleiki varanna eykur fræðslu.
1622Lífslind er hyggnin þeim, sem hana á, en ögun afglapanna er þeirra eigin flónska.
1623Hjarta spekingsins gjörir munn hans hygginn og eykur fræðsluna á vörum hans.
1624Vingjarnleg orð eru hunangsseimur, sæt fyrir sálina, lækning fyrir beinin.
1625Margur vegurinn virðist greiðfær, en endar þó á helslóðum.
1626Hungur erfiðismannsins erfiðar með honum, því að munnur hans rekur á eftir honum.
1627Varmennið grefur óheillagröf, og á vörum hans er sem brennandi eldur.
1628Vélráður maður kveikir illdeilur, og rógberinn veldur vinaskilnaði.
1629Ofbeldismaðurinn ginnir náunga sinn og leiðir hann á vondan veg.
1630Sá sem lokar augunum, upphugsar vélræði, sá sem kreistir saman varirnar, er albúinn til ills.
1631Gráar hærur eru heiðurskóróna, á vegi réttlætis öðlast menn hana.
1632Sá sem seinn er til reiði, er betri en kappi, og sá sem stjórnar geði sínu, er meiri en sá sem vinnur borgir.
1633Í skikkjufellingum eru teningarnir hristir, en Drottinn ræður, hvað upp kemur.
171Betri er þurr brauðbiti með ró en fullt hús af fórnarkjöti með deilum.
172Hygginn þræll verður drottnari yfir spilltum syni, og hann tekur erfðahlut með bræðrunum.
173Deiglan er fyrir silfrið og bræðsluofninn fyrir gullið, en Drottinn prófar hjörtun.
174Illmennið gefur gaum að fláræðis-vörum, lygin hlýðir á glæpa-tungu.
175Sá sem gjörir gys að fátækum, óvirðir þann er skóp hann, og sá sem gleðst yfir ógæfu, sleppur ekki óhegndur.
176Barnabörnin eru kóróna öldunganna, og feðurnir eru heiður barnanna.
177Ekki hæfa heimskum manni stóryrði, hve miklu síður göfgum manni lygavarir.
178Mútan er gimsteinn í augum þess er hana fær, hvert sem maður snýr sér með hana, kemur hann sínu fram.
179Sá sem breiðir yfir bresti, eflir kærleika, en sá sem ýfir upp sök, veldur vinaskilnaði.
1710Ávítur fá meira á hygginn mann en hundrað högg á heimskingja.
1711Uppreisnarmaðurinn hyggur á illt eitt, en grimmur sendiboði mun sendur verða móti honum.
1712Betra er fyrir mann að mæta birnu, sem rænd er húnum sínum, heldur en heimskingja í flónsku hans.
1713Sá sem launar gott með illu, frá hans húsi víkur ógæfan eigi.
1714Þegar deila byrjar, er sem tekin sé úr stífla, lát því af þrætunni, áður en rifrildi hefst.
1715Sá sem sekan sýknar, og sá sem saklausan sakfellir, þeir eru báðir Drottni andstyggð.
1716Hvað stoða peningar í hendi heimskingjans til þess að kaupa speki, þar sem vitið er ekkert?
1717Vinur elskar ætíð og í nauðum er hann sem bróðir.
1718Óvitur maður er sá, er til handsala gengur, sá sem gengur í ábyrgð fyrir náunga sinn.
1719Sá elskar yfirsjón, sem þrætu elskar, sá sem háar gjörir dyr sínar, sækist eftir hruni.
1720Rangsnúið hjarta öðlast enga gæfu, og sá sem hefir fláráða tungu, hrapar í ógæfu.
1721Sá sem getur af sér heimskingja, honum verður það til mæðu, og faðir glópsins fagnar ekki.
1722Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin.
1723Hinn óguðlegi þiggur mútur á laun til þess að beygja leiðir réttvísinnar.
1724Hygginn maður hefir viskuna fyrir framan sig, en augu heimskingjans eru úti á heimsenda.
1725Heimskur sonur er föður sínum til sorgar og þeirri til angurs, er ól hann.
1726Það eitt að sekta saklausan er ekki gott, en að berja tignarmenni tekur þó út yfir.
1727Fámálugur maður er hygginn, og geðrór maður er skynsamur.
1728Afglapinn getur jafnvel álitist vitur, ef hann þegir, hygginn, ef hann lokar vörunum.
181Sérlyndur maður fer að sínum munum, hann illskast við öllu, sem hyggilegt er.
182Heimskinginn hefir engar mætur á hyggindum, heldur á því að gjöra kunnar hugsanir sínar.
183Þar sem hinn óguðlegi kemur, þar kemur og fyrirlitning, og með smáninni kemur skömm.
184Djúp vötn eru orð af manns munni, lind viskunnar er sem rennandi lækur.
185Það er ekki rétt að draga taum hins óguðlega, að halla rétti hins saklausa í dómi.
186Varir heimskingjans valda deilum, og munnur hans kallar á högg.
187Munnur heimskingjans verður honum að tjóni, og varir hans eru snara fyrir líf hans.
188Orð rógberans eru eins og sælgæti, og þau læsa sig inn í innstu fylgsni hjartans.
189Sá sem tómlátur er í verki sínu, er skilgetinn bróðir eyðsluseggsins.
1810Nafn Drottins er sterkur turn, þangað hleypur hinn réttláti og er þar óhultur.
1811Auður ríks manns er honum öflugt vígi og ókleifur múrveggur í sjálfs hans ímyndun.
1812Ofmetnaður hjartans er undanfari falls, en auðmýkt er undanfari virðingar.
1813Svari einhver áður en hann heyrir, þá er honum það flónska og skömm.
1814Hugrekki mannsins heldur honum uppi í sjúkdómi hans, en dapurt geð, hver fær borið það?
1815Hjarta hins hyggna aflar sér þekkingar, og eyra hinna vitru leitar þekkingar.
1816Gjöf sem maður gefur, rýmir til fyrir honum og leiðir hann fram fyrir stórmenni.
1817Hinn fyrri sýnist hafa á réttu að standa í þrætumáli sínu, en síðan kemur mótpartur hans og rannsakar röksemdir hans.
1818Hlutkestið gjörir enda á deilum og sker úr milli sterkra.
1819Erfiðara er að ávinna svikinn bróður en að vinna rammbyggða borg, og deilur slíkra manna eru sem slagbrandar fyrir hallardyrum.
1820Kviður mannsins mettast af ávexti munns hans, af gróðri varanna mettast hann.
1821Dauði og líf eru á tungunnar valdi, og sá sem hefir taum á henni, mun eta ávöxt hennar.
1822Sá sem eignast konu, eignast gersemi, og hlýtur náðargjöf af Drottni.
1823Hinn fátæki mælir bljúgum bænarorðum, en hinn ríki svarar með hörku.
1824Að vera allra vinur er til tjóns, en til er ástvinur, sem er tryggari en bróðir.
191Betri er fátækur maður, sem framgengur í ráðvendni sinni, heldur en lævís lygari og heimskur að auki.
192Kapp er best með forsjá, og sá sem hraðar sér, misstígur sig.
193Flónska mannsins steypir fyrirtækjum hans, en hjarta hans illskast við Drottin.
194Auður fjölgar vinum, en fátækur maður verður vinum horfinn.
195Falsvottur sleppur ekki óhegndur, og sá sem fer með lygar, kemst ekki undan.
196Margir reyna að koma sér í mjúkinn hjá tignarmanninum, og allir eru vinir þess, sem gjafir gefur.
197Allir bræður hins snauða hata hann, hversu miklu fremur firrast þá vinir hans hann.
198Sá sem aflar sér hygginda, elskar líf sitt, sá sem varðveitir skynsemi, mun gæfu hljóta.
199Falsvottur sleppur ekki óhegndur, og sá sem fer með lygar, tortímist.
1910Sællífi hæfir eigi heimskum manni, hvað þá þræli að drottna yfir höfðingjum.
1911Hyggni mannsins gjörir hann seinan til reiði, og það er honum til frægðar að ganga fram hjá mótgjörðum.
1912Konungsreiði er eins og ljónsöskur, en hylli hans sem dögg á grasi.
1913Heimskur sonur er föður sínum sönn óhamingja, og konuþras er sífelldur þakleki.
1914Hús og auður er arfur frá feðrunum, en skynsöm kona er gjöf frá Drottni.
1915Letin svæfir þungum svefni, og iðjulaus maður mun hungur þola.
1916Sá sem varðveitir boðorðið, varðveitir líf sitt, en sá deyr, sem ekki hefir gát á vegum sínum.
1917Sá lánar Drottni, er líknar fátækum, og hann mun launa honum góðverk hans.
1918Aga þú son þinn, því að enn er von, en farðu eigi svo langt, að þú deyðir hann.
1919Sá sem illa reiðist, verður að greiða sekt, því að ætlir þú að bjarga, gjörir þú illt verra.
1920Hlýð þú ráðum og tak umvöndun, til þess að þú verðir vitur eftirleiðis.
1921Mörg eru áformin í mannshjartanu, en ráðsályktun Drottins stendur.
1922Unun mannsins er kærleiksverk hans, og betri er fátækur maður en lygari.
1923Ótti Drottins leiðir til lífs, þá hvílist maðurinn mettur, verður ekki fyrir neinni ógæfu.
1924Latur maður dýfir hendinni ofan í skálina, en ekki nennir hann að bera hana aftur upp að munninum.
1925Sláir þú spottarann, verður hinn einfaldi hygginn, og sé vandað um við skynsaman mann, lærir hann hyggindi.
1926Sá sem misþyrmir föður sínum og rekur burt móður sína, slíkur sonur fremur smán og svívirðing.
1927Hættu, son minn, að hlýða á umvöndun, ef það er til þess eins, að þú brjótir á móti skynsamlegum orðum.
1928Samviskulaus vottur gjörir gys að réttinum, og munnur óguðlegra gleypir rangindi.
1929Refsidómar eru búnir spotturunum og högg baki heimskingjanna.
201Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur, og hver sá, er drukkinn reikar, er óvitur.
202Konungsreiði er eins og ljónsöskur, sá sem egnir hann á móti sér, fyrirgjörir lífi sínu.
203Það er manni sómi að halda sér frá þrætu, en hver afglapinn ygglir sig.
204Letinginn plægir ekki á haustin, fyrir því leitar hann um uppskerutímann og grípur í tómt.
205Ráðin í hjarta mannsins eru sem djúp vötn, og hygginn maður eys þar af.
206Margir menn eru kallaðir kærleiksríkir, en tryggan vin, hver finnur hann?
207Réttlátur maður gengur fram í ráðvendni sinni, sæl eru því börn hans eftir hann.
208Þegar konungur situr á dómstóli, þá skilur hann allt illt úr með augnaráði sínu.
209Hver getur sagt: ,,Ég hefi haldið hjarta mínu hreinu, ég er hreinn af synd?``
2010Tvenns konar vog og tvenns konar mál, það er hvort tveggja Drottni andstyggð.
2011Sveinninn þekkist þegar á verkum sínum, hvort athafnir hans eru hreinar og einlægar.
2012Eyrað sem heyrir, og augað sem sér, hvort tveggja hefir Drottinn skapað.
2013Elskaðu ekki svefninn, svo að þú verðir ekki fátækur, opnaðu augun, þá muntu mettast af brauði.
2014,,Slæmt! Slæmt!`` segir kaupandinn, en þegar hann gengur burt, hælist hann um.
2015Til er gull og gnægð af perlum, en hið dýrmætasta þing eru vitrar varir.
2016Tak þú skikkjuna af þeim manni, sem hefir gengið í ábyrgð fyrir ókunnugan, tak veð af þeim manni, sem hefir gengið í ábyrgð fyrir útlendinga.
2017Sætt er svikabrauðið, en eftir á fyllist munnurinn möl.
2018Vel ráðin áform fá framgang, haf því holl ráð, er þú heyr stríð.
2019Sá sem ljóstar upp leyndarmálum, gengur um sem rógberi, haf því engin mök við málugan mann.
2020Sá sem formælir föður og móður, á hans lampa slokknar í niðamyrkri.
2021Arfur, sem í upphafi var skjótfenginn, blessast eigi að lokum.
2022Seg þú ekki: ,,Ég vil endurgjalda illt!`` Bíð þú Drottins, og hann mun hjálpa þér.
2023Tvenns konar vog er Drottni andstyggð, og svikavog er ekki góð.
2024Spor mannsins eru ákveðin af Drottni, en maðurinn _ hvernig fær hann skynjað veg sinn?
2025Það er manninum snara að hrópa í fljótfærni: ,,Helgað!`` og hyggja fyrst að, þegar heitin eru gjörð.
2026Vitur konungur skilur úr hina óguðlegu og lætur síðan hjólið yfir þá ganga.
2027Andi mannsins er lampi frá Drottni, sem rannsakar hvern afkima hjartans.
2028Kærleiki og trúfesti varðveita konunginn, og hann styður hásæti sitt með kærleika.
2029Krafturinn er ágæti ungra manna, en hærurnar prýði öldunganna.
2030Blóðugar skrámur hreinsa illmennið og högg, sem duglega svíða.
211Hjarta konungsins er eins og vatnslækir í hendi Drottins, hann beygir það til hvers, er honum þóknast.
212Manninum þykja allir sínir vegir réttir, en Drottinn vegur hjörtun.
213Að iðka réttlæti og rétt er Drottni þóknanlegra en sláturfórn.
214Drembileg augu og hrokafullt hjarta eru lampi óguðlegra, _ allt er það synd.
215Fyrirætlanir iðjumannsins reynast fésamar vel, en öll flasfærni lendir í fjárskorti.
216Fjársjóðir, sem aflað er með lygatungu, eru sem þjótandi vindblær, snörur dauðans.
217Ofríki hinna óguðlegu dregur þá á eftir sér, því að þeir færast undan að gjöra það, sem rétt er.
218Boginn er vegur þess manns, sem synd er hlaðinn, en verk hins hreina eru ráðvandleg.
219Betri er vist í horni á húsþaki en sambúð við þrasgjarna konu.
2110Sál hins óguðlega girnist illt, náungi hans finnur enga miskunn hjá honum.
2111Sé spottaranum refsað, verður hinn einfaldi hygginn, og sé vitur maður fræddur, lærir hann hyggindi.
2112Gætur gefur réttlátur að húsi hins óguðlega, steypir óguðlegum í ógæfu.
2113Sá sem byrgir eyrun fyrir kveini hins fátæka, hann mun sjálfur kalla og eigi fá bænheyrslu.
2114Gjöf á laun sefar reiði og múta í barmi ákafa heift.
2115Réttlátum manni er gleði að gjöra það, sem rétt er, en illgjörðamönnum er það skelfing.
2116Sá maður, sem villist af vegi skynseminnar, mun brátt hvílast í söfnuði framliðinna.
2117Öreigi verður sá, er sólginn er í skemmtanir, sá sem sólginn er í vín og olíu, verður ekki ríkur.
2118Hinn óguðlegi er lausnargjald fyrir hinn réttláta, og svikarinn kemur í stað hinna hreinskilnu.
2119Betra er að búa í eyðimerkur-landi en með þrasgjarnri og geðillri konu.
2120Dýrmætur fjársjóður og olía er í heimkynnum hins vitra, en heimskur maður sólundar því.
2121Sá sem ástundar réttlæti og kærleika, hann öðlast líf, réttlæti og heiður.
2122Vitur maður vinnur borg kappanna og rífur niður vígið, sem hún treysti á.
2123Sá sem varðveitir munn sinn og tungu, hann varðveitir sálu sína frá nauðum.
2124Sá sem er hrokafullur, dramblátur, hann heitir spottari, sá sem gjörir allt af taumlausum hroka.
2125Óskir letingjans drepa hann, því að hendur hans vilja ekki vinna.
2126Ávallt er letinginn að óska sér, en hinn réttláti gefur og er ekki naumur.
2127Sláturfórn óguðlegra er Drottni andstyggð, hvað þá, sé hún framborin fyrir óhæfuverk.
2128Falsvottur mun tortímast, en maður, sem heyrt hefir, má ávallt tala.
2129Óguðlegur maður setur upp öruggan svip, en hinn hreinskilni gjörir veg sinn öruggan.
2130Engin viska er til og engin hyggni, né heldur ráð gegn Drottni.
2131Hesturinn er hafður viðbúinn til orustudagsins, en sigurinn er í hendi Drottins.
221Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður, vinsæld er betri en silfur og gull.
222Ríkur og fátækur hittast, Drottinn skóp þá alla saman.
223Vitur maður sér ógæfuna og felur sig, en einfeldningarnir halda áfram og fá að kenna á því.
224Laun auðmýktar, ótta Drottins, eru auður, heiður og líf.
225Þyrnar, snörur, eru á vegi hins undirförula, sá sem varðveitir líf sitt, kemur ekki nærri þeim.
226Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda, og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.
227Ríkur maður drottnar yfir fátækum, og lánþeginn verður þræll lánsalans.
228Sá sem ranglæti sáir, uppsker óhamingju, og sproti heiftar hans verður að engu.
229Sá sem er góðgjarn, verður blessaður, því að hann gefur hinum fátæka af brauði sínu.
2210Rek þú spottarann burt, þá fer deilan burt, og þá linnir þrætu og smán.
2211Drottinn elskar hjartahreinan, konungurinn er vinur þess, sem hefir yndisþokka á vörum sér.
2212Augu Drottins varðveita þekkinguna, en orðum svikarans kollvarpar hann.
2213Letinginn segir: ,,Ljón er úti fyrir, ég kynni að verða drepinn úti á götunni.``
2214Djúp gröf er munnur léttúðarkvenna, sá sem verður fyrir reiði Drottins, fellur í hana.
2215Ef fíflska situr föst í hjarta sveinsins, þá mun vöndur agans koma henni burt þaðan.
2216Að kúga fátækan eykur efni hans, að gefa ríkum manni verður til þess eins að gjöra hann snauðan.
2217Hneig eyra þitt og heyr orð hinna vitru, og snú athygli þinni að kenning minni,
2218því að það er fagurt, ef þú geymir þau í brjósti þér, ef þau eru öll til taks á vörum þínum.
2219Til þess að traust þitt sé á Drottni, fræði ég þig í dag, já þig.
2220Vissulega skrifa ég kjarnyrði handa þér, með heilræðum og fræðslu,
2221til þess að ég kunngjöri þér sannleika, áreiðanleg orð, svo að þú flytjir þeim áreiðanleg orð, er senda þig.
2222Ræn eigi hinn lítilmótlega, af því að hann er lítilmótlegur, og knosa eigi hinn volaða í borgarhliðinu,
2223því að Drottinn mun flytja mál þeirra og ræna þá lífinu, er þá ræna.
2224Legg eigi lag þitt við reiðigjarnan mann og haf eigi umgengni við fauta,
2225til þess að þú venjist eigi á háttsemi hans og sækir snöru fyrir líf þitt.
2226Ver þú ekki meðal þeirra, er ganga til handsala, meðal þeirra, er ganga í ábyrgð fyrir skuldum,
2227því þegar þú ekkert hefir að borga með, viltu þá láta taka sængina undan þér?
2228Fær þú eigi úr stað hin fornu landamerki, þau er feður þínir hafa sett.
2229Sjáir þú mann vel færan í verki sínu, hann getur boðið konungum þjónustu sína, eigi mun hann bjóða sig ótignum mönnum.
231Þegar þú situr til borðs með valdsherra, þá gæt þess vel, hvern þú hefir fyrir framan þig,
232og set þér hníf á barka, ef þú ert matmaður.
233Lát þig ekki langa í kræsingar hans, því að þær eru svikul fæða.
234Streist þú ekki við að verða ríkur, hættu að verja viti þínu til þess.
235Hvort skulu augu þín hvarfla til auðsins, sem er svo stopull? Því að sannlega gjörir hann sér vængi eins og örn, sem flýgur til himins.
236Et eigi brauð hjá nískum manni og lát þig ekki langa í kræsingar hans,
237því að hann er eins og maður, sem reiknar með sjálfum sér. ,,Et og drekk!`` segir hann við þig, en hjarta hans er eigi með þér.
238Bitanum, sem þú hefir etið, verður þú að æla upp aftur, og blíðmælum þínum hefir þú á glæ kastað.
239Tala þú eigi fyrir eyrum heimskingjans, því að hann fyrirlítur hyggindi ræðu þinnar.
2310Fær þú eigi úr stað landamerki ekkjunnar og gakk þú eigi inn á akra munaðarleysingjanna,
2311því að lausnari þeirra er sterkur _ hann mun flytja mál þeirra gegn þér.
2312Snú þú hjarta þínu að umvöndun og eyrum þínum að vísdómsorðum.
2313Spara eigi aga við sveininn, því ekki deyr hann, þótt þú sláir hann með vendinum.
2314Þú slær hann að sönnu með vendinum, en þú frelsar líf hans frá Helju.
2315Son minn, þegar hjarta þitt verður viturt, þá gleðst ég líka í hjarta mínu,
2316og nýru mín fagna, er varir þínar mæla það sem rétt er.
2317Lát eigi hjarta þitt öfunda syndara, heldur ástunda guðsótta á degi hverjum,
2318því að vissulega er enn framtíð fyrir hendi, og von þín mun eigi að engu verða.
2319Heyr þú, son minn, og ver vitur og stýr hjarta þínu rétta leið.
2320Ver þú ekki með drykkjurútum, með þeim, sem hvoma í sig kjöt,
2321því að drykkjurútar og mathákar verða snauðir, og svefnmók klæðir í tötra.
2322Hlýð þú föður þínum, sem hefir getið þig, og fyrirlít ekki móður þína, þótt hún sé orðin gömul.
2323Kaup þú sannleika, og sel hann ekki, visku, aga og hyggindi.
2324Faðir réttláts manns fagnar, og sá sem gat vitran son, gleðst af honum.
2325Gleðjist faðir þinn og móðir þín og fagni hún, sem fæddi þig.
2326Son minn, gef mér hjarta þitt, og lát vegu mína vera þér geðfellda.
2327Því að skækja er djúp gröf og léttúðardrós þröngur pyttur.
2328Já, hún liggur í leyni eins og ræningi og fjölgar hinum ótrúu meðal mannanna.
2329Hver æjar? hver veinar? hver á í deilum? hver kvartar? hver fær sár að þarflausu? hver rauð augu?
2330Þeir sem sitja við vín fram á nætur, þeir sem koma saman til að bergja á krydduðum drykkjum.
2331Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður.
2332Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra.
2333Augu þín munu sjá kynlega hluti, og hjarta þitt mun mæla fláræði.
2334Og þú munt vera eins og sá, sem liggur úti í miðju hafi, já, eins og sá, er liggur efst uppi á siglutré.
2335,,Þeir hafa slegið mig, ég kenndi ekkert til, þeir hafa barið mig, ég varð þess ekki var. Hvenær mun ég vakna? Ég vil meira vín!``
241Öfunda ekki vonda menn og lát þig ekki langa til að vera með þeim,
242því að hjarta þeirra býr yfir ofríkisverkum, og varir þeirra mæla ógæfu.
243Fyrir speki verður hús reist, og fyrir hyggni verður það staðfast,
244fyrir þekking fyllast forðabúrin alls konar dýrum og yndislegum fjármunum.
245Vitur maður er betri en sterkur og fróður maður betri en aflmikill,
246því að holl ráð skalt þú hafa, er þú heyr stríð, og þar sem margir ráðgjafar eru, fer allt vel.
247Viskan er afglapanum ofviða, í borgarhliðinu lýkur hann ekki upp munni sínum.
248Þann sem leggur stund á að gjöra illt, kalla menn varmenni.
249Syndin er fíflslegt fyrirtæki, og spottarinn er mönnum andstyggð.
2410Látir þú hugfallast á neyðarinnar degi, þá er máttur þinn lítill.
2411Frelsaðu þá, sem leiddir eru fram til lífláts, og þyrm þeim, sem ganga skjögrandi að höggstokknum.
2412Segir þú: ,,Vér vissum það eigi,`` _ sá sem vegur hjörtun, hann verður sannarlega var við það, og sá sem vakir yfir sálu þinni, hann veit það og mun gjalda manninum eftir verkum hans.
2413Et þú hunang, son minn, því að það er gott, og hunangsseimur er gómi þínum sætur.
2414Nem á sama hátt speki fyrir sálu þína, finnir þú hana, er framtíð fyrir hendi, og von þín mun eigi að engu verða.
2415Sit eigi, þú hinn óguðlegi, um bústað hins réttláta og eyðilegg ekki heimkynni hans,
2416því að sjö sinnum fellur hinn réttláti og stendur aftur upp, en óguðlegir steypast í ógæfu.
2417Gleð þig eigi yfir falli óvinar þíns, og hjarta þitt fagni eigi yfir því að hann steypist,
2418svo að Drottinn sjái það ekki og honum mislíki, og hann snúi reiði sinni frá honum til þín.
2419Reiðst ekki vegna illgjörðamanna, öfunda eigi óguðlega,
2420því að vondur maður á enga framtíð fyrir höndum, á lampa óguðlegra slokknar.
2421Son minn, óttastu Drottin og konunginn, samlaga þig ekki óróaseggjum,
2422því að ógæfa þeirra ríður að þegar minnst varir, og ófarir beggja _ hver veit um þær?
2423Þessir orðskviðir eru líka eftir spekinga. Hlutdrægni í dómi er ljót.
2424Þeim sem segir við hinn seka: ,,Þú hefir rétt fyrir þér!`` honum formæla menn, honum bölvar fólk.
2425En þeim sem hegna eins og ber, mun vel vegna, yfir þá kemur ríkuleg blessun.
2426Sá kyssir á varirnar, sem veitir rétt svör.
2427Annastu verk þitt utan húss og ljúk því á akrinum, síðan getur þú byggt hús þitt.
2428Vertu eigi vottur gegn náunga þínum að ástæðulausu, eða mundir þú vilja svíkja með vörum þínum?
2429Seg þú ekki: ,,Eins og hann gjörði mér, eins ætla ég honum að gjöra, ég ætla að endurgjalda manninum eftir verkum hans!``
2430Mér varð gengið fram hjá akri letingja nokkurs og fram hjá víngarði óviturs manns.
2431Og sjá, hann var allur vaxinn klungrum, hann var alþakinn netlum, og steingarðurinn umhverfis hann var hruninn.
2432En ég varð þess var, veitti því athygli, sá það og lét mér það að kenningu verða:
2433Sofa ögn enn, blunda ögn enn, leggja saman hendurnar ögn enn til að hvílast,
2434þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi og skorturinn eins og vopnaður maður.
251Þetta eru líka orðskviðir Salómons, er menn Hiskía Júdakonungs hafa safnað.
252Guði er það heiður að dylja mál, en konungum heiður að rannsaka mál.
253Eins og hæð himins og dýpt jarðar, svo eru konungahjörtun órannsakanleg.
254Sé sorinn tekinn úr silfrinu, þá fær smiðurinn ker úr því.
255Séu hinir óguðlegu teknir burt frá augliti konungsins, þá mun hásæti hans staðfestast fyrir réttlæti.
256Stær þig eigi frammi fyrir konunginum og ryðst eigi í rúm stórmenna,
257því að betra er að menn segi við þig: ,,Fær þig hingað upp!`` heldur en að menn gjöri þér læging frammi fyrir tignarmanni. Hvað sem augu þín kunna að hafa séð,
258þá ver eigi skjótur til málsóknar, því að hvað ætlar þú síðan að gjöra, þá er náungi þinn gjörir þér sneypu?
259Rek þú mál þitt gegn náunga þínum, en ljósta eigi upp leyndarmáli annars manns,
2510til þess að sá sem heyrir það, smáni þig ekki og þú losnir aldrei við illan orðróm.
2511Gullepli í skrautlegum silfurskálum _ svo eru orð í tíma töluð.
2512Eins og gullhringur og skartgripur af skíru gulli, svo er vitur áminnandi heyranda eyra.
2513Eins og snjósvali um uppskerutímann, svo er áreiðanlegur sendimaður þeim er sendir hann, því að hann hressir sál húsbónda síns.
2514Ský og vindur, og þó engin rigning _ svo er sá, sem hrósar sér af gjafmildi, en gefur þó ekkert.
2515Með þolinmæði verður höfðingja talið hughvarf, og mjúk tunga mylur bein.
2516Finnir þú hunang, þá et sem þér nægir, svo að þú verðir ekki ofsaddur af því og ælir því upp aftur.
2517Stíg sjaldan fæti þínum í hús náunga þíns, svo að hann verði ekki leiður á þér og hati þig.
2518Hamar og sverð og hvöss ör _ svo er maður, sem ber falsvitni gegn náunga sínum.
2519Molnandi tönn og hrasandi fótur _ svo er traust á svikara á neyðarinnar degi.
2520Að fara úr fötum í kalsaveðri _ að hella ediki út í saltpétur _ eins er að syngja skapvondum ljóð.
2521Ef óvin þinn hungrar, þá gef honum að eta, og ef hann þyrstir, þá gef honum að drekka,
2522því að þú safnar glóðum elds yfir höfuð honum, og Drottinn mun endurgjalda þér það.
2523Norðanvindurinn leiðir fram regn og launskraf reiðileg andlit.
2524Betri er vist í horni á húsþaki en sambúð við þrasgjarna konu.
2525Eins og kalt vatn er dauðþyrstum manni, svo er góð fregn af fjarlægu landi.
2526Eins og grugguð lind og skemmdur brunnur, svo er réttlátur maður, sem titrar frammi fyrir óguðlegum manni.
2527Það er ekki gott að eta of mikið hunang, ver því spar á hólið.
2528Eins og borg, sem múrarnir hafa verið brotnir utan af, eins er sá maður, sem eigi hefir stjórn á skapsmunum sínum.
261Eins og snjór um sumar og eins og regn um uppskeru, eins illa á sæmd við heimskan mann.
262Eins og spörfugl flögrar, eins og svala flýgur, eins er um óverðskuldaða formæling _ hún verður eigi að áhrínsorðum.
263Svipan hæfir hestinum og taumurinn asnanum _ en vöndurinn baki heimskingjanna.
264Svara þú ekki heimskingjanum eftir fíflsku hans, svo að þú verðir ekki honum jafn.
265Svara þú heimskingjanum eftir fíflsku hans, svo að hann haldi ekki, að hann sé vitur.
266Sá höggur af sér fæturna og fær að súpa á ranglæti, sem sendir orð með heimskingja.
267Eins og lærleggir hins lama hanga máttlausir, svo er spakmæli í munni heimskingjanna.
268Sá sem sýnir heimskum manni sæmd, honum fer eins og þeim, er bindur stein í slöngvu.
269Eins og þyrnir, sem stingst upp í höndina á drukknum manni, svo er spakmæli í munni heimskingjanna.
2610Eins og skytta, sem hæfir allt, svo er sá sem leigir heimskingja, og sá er leigir vegfarendur.
2611Eins og hundur, sem snýr aftur til spýju sinnar, svo er heimskingi, sem endurtekur fíflsku sína.
2612Sjáir þú mann, sem þykist vitur, þá er meiri von um heimskingja en hann.
2613Letinginn segir: ,,Óargadýr er á veginum, ljón á götunum.``
2614Hurðin snýst á hjörunum og letinginn í hvílu sinni.
2615Latur maður dýfir hendinni ofan í skálina, en honum verður þungt um að bera hana aftur upp að munninum.
2616Latur maður þykist vitrari en sjö, sem svara hyggilega.
2617Sá, sem kemst í æsing út af deilu, sem honum kemur ekki við, hann er eins og sá, sem tekur um eyrun á hundi, er hleypur fram hjá.
2618Eins og óður maður, sem kastar tundurörvum, banvænum skeytum,
2619eins er sá maður, er svikið hefir náunga sinn og segir síðan: ,,Ég er bara að gjöra að gamni mínu.``
2620Þegar eldsneytið þrýtur, slokknar eldurinn, og þegar enginn er rógberinn, stöðvast deilurnar.
2621Eins og kol þarf til glóða og við til elds, svo þarf þrætugjarnan mann til að kveikja deilur.
2622Orð rógberans eru eins og sælgæti, og þau læsa sig inn í innstu fylgsni hjartans.
2623Eldheitir kossar og illt hjarta, það er sem sorasilfur utan af leirbroti.
2624Með vörum sínum gjörir hatursmaðurinn sér upp vinalæti, en í hjarta sínu hyggur hann á svik.
2625Þegar hann mælir fagurt, þá trú þú honum ekki, því að sjö andstyggðir eru í hjarta hans.
2626Þótt hatrið hylji sig hræsni, þá verður þó illska þess opinber á dómþinginu.
2627Sá sem grefur gröf, fellur í hana, og steinninn fellur aftur í fang þeim, er veltir honum.
2628Lygin tunga hatar þá, er hún hefir sundur marið, og smjaðrandi munnur veldur glötun.
271Vertu ekki hróðugur af morgundeginum, því að þú veist ekki, hvað dagurinn ber í skauti sínu.
272Lát aðra hrósa þér og ekki þinn eigin munn, óviðkomandi menn, en ekki þínar eigin varir.
273Steinar eru þungir, og sandurinn sígur í, en gremja afglapans er þyngri en hvort tveggja.
274Heiftin er grimm, og reiðin er svæsin, en hver fær staðist öfundina?
275Betri er opinber ofanígjöf en elska sem leynt er.
276Vel meint eru vinar sárin, en viðbjóðslegir kossar hatursmannsins.
277Saddur maður treður hunangsseim undir fótum, en hungruðum manni þykir allt beiskt sætt.
278Eins og fugl, sem floginn er burt úr hreiðri sínu, svo er maður, sem flúinn er burt af heimili sínu.
279Ilmolía og reykelsi gleðja hjartað, en indælli er vinur en ilmandi viður.
2710Yfirgef eigi vin þinn né vin föður þíns og gakk eigi í hús bróður þíns á óheilladegi þínum. Betri er nábúi í nánd en bróðir í fjarlægð.
2711Vertu vitur, sonur minn, og gleð hjarta mitt, svo að ég geti svarað þeim orði, sem smána mig.
2712Vitur maður sér ógæfuna og felur sig, en einfeldningarnir halda áfram og fá að kenna á því.
2713Tak þú skikkjuna af þeim manni, sem hefir gengið í ábyrgð fyrir ókunnugan, tak veð af þeim manni, sem hefir gengið í ábyrgð fyrir útlending.
2714Hver sem blessar náunga sinn snemma morguns með hárri raustu, það skal metið við hann sem formæling.
2715Sífelldur þakleki í rigningatíð og þrasgjörn kona _ er hvað öðru líkt.
2716Sá er hana stöðvaði, gæti stöðvað vindinn og haldið olíu í hægri hendi sinni.
2717Járn brýnir járn, og maður brýnir mann.
2718Sá sem gætir fíkjutrés, mun eta ávöxt þess, og sá sem þjónar húsbónda sínum með virktum, mun heiður hljóta.
2719Eins og andlit horfir við andliti í vatni, svo er hjarta eins manns gagnvart öðrum.
2720Dánarheimar og undirdjúpin eru óseðjandi, svo eru og augu mannsins óseðjandi.
2721Deiglan er fyrir silfrið og bræðsluofninn fyrir gullið, og maðurinn er dæmdur eftir orðstír hans.
2722Þótt þú steyttir afglapann í mortéli með stauti innan um grjón, þá mundi fíflska hans ekki við hann skilja.
2723Haf nákvæmar gætur á útliti sauða þinna og veit hjörðunum athygli þína.
2724Því að auður varir ekki eilíflega, né heldur kóróna frá kyni til kyns.
2725Sé heyið komið undan og grængresi komið í ljós, og hafi jurtir fjallanna verið hirtar,
2726þá átt þú lömb þér til klæðnaðar og geithafra til þess að kaupa fyrir akur
2727og nóga geitamjólk þér til fæðslu, til fæðslu heimili þínu, og til viðurlífis þernum þínum.
281Hinir óguðlegu flýja, þótt enginn elti þá, en hinir réttlátu eru öruggir eins og ungt ljón.
282Þegar land gengur undan drottnara sínum, gjörast þar margir höfðingjar, en meðal skynsamra og hygginna manna mun góð skipan lengi standa.
283Maður sem er fátækur og kúgar snauða, er eins og regn, sem skolar burt korninu, en veitir ekkert brauð.
284Þeir sem yfirgefa lögmálið, hrósa óguðlegum, en þeir sem varðveita lögmálið, eru æfir út af þeim.
285Illmenni skilja ekki hvað rétt er, en þeir sem leita Drottins, skilja allt.
286Betri er fátækur maður, sem framgengur í ráðvendni sinni, heldur en sá, sem beitir undirferli og er þó ríkur.
287Sá sem varðveitir lögmálið, er hygginn sonur, en sá sem leggur lag sitt við óhófsmenn, gjörir föður sínum smán.
288Sá sem eykur auð sinn með fjárleigu og okri, safnar honum handa þeim, sem líknsamur er við fátæka.
289Sá sem snýr eyra sínu frá til þess að heyra ekki lögmálið, _ jafnvel bæn hans er andstyggð.
2810Sá sem tælir falslausa menn út á vonda leið, hann fellur sjálfur í gröf sína, en ráðvandir munu hljóta góða arfleifð.
2811Ríkur maður þykist vitur, en snauður maður, sem er hygginn, sér við honum.
2812Þegar hinir réttlátu fagna, er mikið um dýrðir, en þegar óguðlegir komast upp, fela menn sig.
2813Sá sem dylur yfirsjónir sínar, verður ekki lángefinn, en sá sem játar þær og lætur af þeim, mun miskunn hljóta.
2814Sæll er sá maður, sem ávallt er var um sig, en sá sem herðir hjarta sitt, fellur í ógæfu.
2815Eins og grenjandi ljón og gráðugur björn, svo er óguðlegur drottnari yfir lítilsigldum lýð.
2816Höfðingi, sem hefir litlar tekjur, er ríkur að kúgun, sá sem hatar rangfenginn ávinning, mun langlífur verða.
2817Sá maður, sem blóðsök hvílir þungt á, er á flótta fram á grafarbarminn; enginn dvelji hann.
2818Sá sem breytir ráðvandlega, mun frelsast, en sá sem beitir undirferli, fellur í gryfju.
2819Sá sem yrkir land sitt, mettast af brauði, en sá sem sækist eftir hégómlegum hlutum, mettast af fátækt.
2820Áreiðanlegur maður blessast ríkulega, en sá sem fljótt vill verða ríkur, sleppur ekki við refsingu.
2821Hlutdrægni er ljót, en þó fremja menn ranglæti fyrir einn brauðbita.
2822Öfundsjúkur maður flýtir sér að safna auði og veit ekki að örbirgð muni yfir hann koma.
2823Sá sem ávítar mann, mun á síðan öðlast meiri hylli heldur er tungumjúkur smjaðrari.
2824Sá sem rænir foreldra sína og segir: ,,Það er engin synd!`` hann er stallbróðir eyðandans.
2825Ágjarn maður vekur deilur, en sá sem treystir Drottni, mettast ríkulega.
2826Sá sem treystir eigin hyggjuviti, er heimskingi, en sá sem breytir viturlega, mun undan komast.
2827Sá sem gefur fátækum, líður engan skort, en þeim sem byrgir augu sín, koma margar óbænir.
2828Þegar hinir óguðlegu komast upp, fela menn sig, en þegar þeir tortímast, fjölgar réttlátum.
291Sá sem oftlega hefir ávítaður verið, en þverskallast þó, mun skyndilega knosaður verða, og engin lækning fást.
292Þegar réttlátum fjölgar, gleðst þjóðin, en þegar óguðlegir drottna, andvarpar þjóðin.
293Sá sem elskar visku, gleður föður sinn, en sá sem leggur lag sitt við skækjur, glatar eigum sínum.
294Konungurinn eflir landið með rétti, en sá sem þiggur mútur, eyðir það.
295Sá maður, sem smjaðrar fyrir náunga sínum, hann leggur net fyrir fætur hans.
296Í misgjörð vonds manns er fólgin snara, en réttlátur maður fagnar og gleðst.
297Réttlátur maður kynnir sér málefni hinna lítilmótlegu, en óguðlegur maður hirðir ekkert um að kynna sér það.
298Spottarar æsa upp borgina, en vitrir menn lægja reiðina.
299Þegar vitur maður á í þrætumáli við afglapa, þá reiðist hann og hlær, en hvíld fæst engin.
2910Blóðvargarnir hata hinn ráðvanda, en réttvísir menn láta sér annt um líf hans.
2911Heimskinginn úthellir allri reiði sinni, en vitur maður sefar hana að lokum.
2912Þegar drottnarinn hlýðir á lygaorð, verða allir þjónar hans bófar.
2913Fátæklingurinn og kúgarinn mætast, Drottinn ljær ljós augum beggja.
2914Sá konungur, sem dæmir hina lítilmótlegu með réttvísi, hásæti hans mun stöðugt standa að eilífu.
2915Vöndur og umvöndun veita speki, en agalaus sveinn gjörir móður sinni skömm.
2916Þegar óguðlegum fjölgar, fjölgar og misgjörðum, en réttlátir munu horfa á fall þeirra.
2917Aga þú son þinn, þá mun hann láta þig hafa ró og veita unað sálu þinni.
2918Þar sem engar vitranir eru, kemst fólkið á glapstigu, en sá sem varðveitir lögmálið, er sæll.
2919Þræll verður eigi agaður með orðum, því að hann skilur þau að vísu, en fer ekki eftir þeim.
2920Sjáir þú mann, sem er fljótfær í orðum, þá er meiri von um heimskingja en hann.
2921Dekri maður við þræl sinn frá barnæsku, vill hann að lokum verða ungherra.
2922Reiðigjarn maður vekur deilur, og bráðlyndur maður drýgir marga synd.
2923Hroki mannsins lægir hann, en hinn lítilláti mun virðing hljóta.
2924Þjófsnauturinn hatar líf sitt, hann hlýðir á bölvunina, en segir þó ekki frá.
2925Ótti við menn leiðir í snöru, en þeim er borgið, sem treystir Drottni.
2926Margir leita hylli drottnarans, en réttur mannsins kemur frá Drottni.
2927Andstyggð réttlátra er sá, sem ranglæti fremur, og andstyggð óguðlegra sá, sem ráðvandlega breytir.
301Orð Agúrs Jakesonar. Guðmælið. Maðurinn segir: Ég hefi streitst, ó Guð, ég hefi streitst, ó Guð, og er að þrotum kominn.
302Því að ég er of heimskur til að geta talist maður, og ég hefi eigi mannsvit,
303ég hefi eigi lært speki, svo að ég hafi þekking á Hinum heilaga.
304Hver hefir stigið upp til himna og komið niður? Hver hefir safnað vindinum í greipar sínar? Hver hefir bundið vatnið í skikkju sína? Hver hefir reist öll endimörk jarðar? Hvað heitir hann og hvað heitir sonur hans _ fyrst þú veist það?
305Sérhvert orð Guðs er hreint, hann er skjöldur þeim, er leita hælis hjá honum.
306Bæt engu við orð hans, til þess að hann ávíti þig eigi og þú standir sem lygari.
307Um tvennt bið ég þig, synja mér þess eigi, áður en ég dey:
308Lát fals og lygaorð vera fjarri mér, gef mér hvorki fátækt né auðæfi, en veit mér minn deildan verð.
309Ég kynni annars að verða of saddur og afneita og segja: ,,Hver er Drottinn?`` eða ef ég yrði fátækur, kynni ég að stela og misbjóða nafni Guðs míns.
3010Ræg eigi þjóninn við húsbónda hans, svo að hann biðji þér ekki óbæna og þú verðir að gjalda.
3011Til er það kyn, sem bölvar föður sínum og blessar ekki móður sína,
3012kyn, sem þykist vera hreint og hefir þó eigi þvegið af sér saurinn
3013kyn, sem lyftir hátt augunum og sperrir upp augnahárin,
3014kyn, sem hefir sverð að tönnum og hnífa að jöxlum til þess að uppeta hina voluðu úr landinu og hina fátæku burt frá mönnunum.
3015Blóðsugan á tvær dætur, sem heita Gefðu! Gefðu! Þrennt er til, sem er óseðjandi, fernt, sem aldrei segir: ,,Það er nóg!`` _
3016Helja og móðurlíf óbyrjunnar, jörðin, sem aldrei seðst af vatni, og eldurinn, sem aldrei segir: ,,Það er nóg!``
3017Það auga, sem gjörir gys að föður sínum og fyrirlítur hlýðni við móður sína, mega hrafnarnir við lækinn kroppa út og arnarungarnir eta.
3018Þrennt er, sem mér virðist undursamlegt, og fernt, sem ég skil eigi:
3019vegur arnarins um loftið, vegur höggormsins yfir klettinn, vegur skipsins um reginhaf og vegur manns hjá konu.
3020Þannig er atferli hórkonunnar: Hún neytir, þurrkar sér um munninn og segir: ,,Ég hefi ekkert rangt gjört.``
3021Undan þrennu nötrar jörðin, og undir fernu getur hún ekki risið:
3022undir þræli, þegar hann verður konungur, og guðlausum manni, þegar hann mettast brauði,
3023undir smáðri konu, þegar hún giftist, og þernu, þegar hún bolar burt húsmóður sinni.
3024Fjórir eru smáir á jörðinni, og þó eru þeir vitrir spekingar:
3025Maurarnir eru kraftlítil þjóð, og þó afla þeir sér fæðunnar á sumrin.
3026Stökkhérarnir eru þróttlítil þjóð, og þó gjöra þeir sér híbýli í klettunum.
3027Engispretturnar hafa engan konung, og þó fer allur hópurinn út í röð og reglu.
3028Ferfætlunni getur þú náð með tómum höndunum, og þó er hún í konungahöllum.
3029Þrír eru þeir, sem tigulegir eru á velli, og fjórir, sem tigulegir eru í gangi:
3030ljónið, hetjan meðal dýranna, er eigi hopar fyrir neinni skepnu,
3031lendgyrtur hesturinn og geithafurinn og konungur, er enginn fær móti staðið.
3032Hafir þú heimskast til að upphefja sjálfan þig, eða hafir þú gjört það af ásettu ráði, þá legg höndina á munninn!
3033Því að þrýstingur á mjólk framleiðir smjör, og þrýstingur á nasir framleiðir blóð, og þrýstingur á reiði framleiðir deilu.
311Orð Lemúels konungs í Massa, er móðir hans kenndi honum.
312Hvað á ég að segja þér, sonur minn? og hvað, sonur kviðar míns? og hvað, sonur áheita minna?
313Gef ekki konum kraft þinn, né ástarhót þín þeim er spilla konungum.
314Ekki sæmir konungum, Lemúel, ekki sæmir konungum að drekka vín, né höfðingjum áfengur drykkur.
315Þeir kynnu að drekka og gleyma lögunum og rangfæra málefni allra aumra manna.
316Gefið áfengan drykk þeim, sem kominn er í örþrot, og vín þeim, sem sorgbitnir eru.
317Drekki hann og gleymi fátækt sinni og minnist ekki framar mæðu sinnar.
318Ljúk þú upp munni þínum fyrir hinn mállausa, fyrir málefni allra þeirra manna, sem eru að örmagnast.
319Ljúk þú upp munni þínum, dæm með réttvísi og rétt þú hlut hinna voluðu og snauðu.
3110Væna konu, hver hlýtur hana? hún er miklu meira virði en perlur.
3111Hjarta manns hennar treystir henni, og ekki vantar að honum fénist.
3112Hún gjörir honum gott og ekkert illt alla ævidaga sína.
3113Hún sér um ull og hör og vinnur fúslega með höndum sínum.
3114Hún er eins og kaupförin, sækir björgina langt að.
3115Hún fer á fætur fyrir dag, skammtar heimilisfólki sínu og segir þernum sínum fyrir verkum.
3116Hún hefir augastað á akri og kaupir hann, af ávexti handa sinna plantar hún víngarð.
3117Hún gyrðir lendar sínar krafti og tekur sterklega til armleggjunum.
3118Hún finnur, að atvinna hennar er arðsöm, á lampa hennar slokknar eigi um nætur.
3119Hún réttir út hendurnar eftir rokknum, og fingur hennar grípa snælduna.
3120Hún breiðir út lófann móti hinum bágstadda og réttir út hendurnar móti hinum snauða.
3121Hún er ekki hrædd um heimilisfólk sitt, þótt snjói, því að allt heimilisfólk hennar er klætt skarlati.
3122Hún býr sér til ábreiður, klæðnaður hennar er úr baðmull og purpura.
3123Maður hennar er mikils metinn í borgarhliðunum, þá er hann situr með öldungum landsins.
3124Hún býr til skyrtur og selur þær, og kaupmanninum fær hún belti.
3125Kraftur og tign er klæðnaður hennar, og hún hlær að komandi degi.
3126Hún opnar munninn með speki, og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar.
3127Hún vakir yfir því, sem fram fer á heimili hennar, og etur ekki letinnar brauð.
3128Synir hennar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og hrósar henni:
3129,,Margar konur hafa sýnt dugnað, en þú tekur þeim öllum fram!``
3130Yndisþokkinn er svikull og fríðleikinn hverfull, en sú kona, sem óttast Drottin, á hrós skilið.